Eftirfarandi tillögur að lagabreytingum hafa borist stjórn og verða því teknar fyrir á aðalfundi félagsins þann 28. Maí 2020 næstkomandi.

Tillaga 1

Tillaga til breytinga á 4.gr laga, sem nú hljóðar svo:

 1. gr.
  Þeir sem ljúka B.S. prófi eða æðri gráðu í tölvunarfræðum, þar á meðal tölvunarstærðfræði, frá íslenskum háskóla geta orðið félagsmenn. Jafnframt geta aðrir sem lokið hafa sambærilegu prófi úr viðurkenndum háskóla, að mati stjórnar orðið félagsmenn. 

  Mat þetta skal byggt á reglum sem samþykktar hafa verið af félagsmönnum  á aðalfundi.Félagsmaður er undanþeginn greiðslu félagsgjalda fyrsta árið sem hann er í félaginu. Félagsmenn skulu greiða félagsgjald skv. ákvörðun aðalfundar  hverju sinni. Félagsgjald skal greitt fyrir september ár hvert. Þeir félagsmenn sem búsettir eru erlendis vegna náms eða starfa skulu greiða hálft félagsgjald.

  Félagsmenn eldri en 65 ára og heiðursfélagar skv. 6. gr. skulu undanþegnir greiðslu félagsgjalds.

  Hjón eða sambúðarfólk sem bæði eru skráð í félagið skulu borga hálft félagsgjald hvort.

Að eftir breytingu lokinni hljóði 4.gr framvegis svo:

 1. gr.
  Þeir sem ljúka B.S. prófi eða æðri gráðu í tölvunarfræðum, þar á meðal tölvunarstærðfræði, frá íslenskum háskóla geta orðið félagsmenn. Jafnframt geta aðrir sem lokið hafa sambærilegu prófi úr viðurkenndum háskóla erlendis, að mati stjórnar orðið félagsmenn.Mat þetta skal byggt á reglum sem samþykktar hafa verið af félagsmönnum  á aðalfundi.

  Komi félagsmaður fram á þann hátt að ekki samræmist tilgangi félagsins, hag eða heiðri getur stjórn eða tíundi hluti félagsmanna lagt til að honum verði vikið úr félaginu. Endanlega ákvörðun um brottrekstur tekur félagsfundur og þarf 2/3 atkvæða á félagsfundi þar sem slíkt mál er til meðferðar samkvæmt fundarboði.

Tillaga til breytinga á 7.gr laga, sem nú hljóðar svo:

 1. gr.
  Greiði félagsmaður ekki félagsgjald sitt í tvö ár er stjórn félagsins heimilt að skoða slíkt sem úrsögn úr félaginu, en áður en til þess  kemur skal stjórnin senda viðkomandi áskorun um greiðslu ógreiddra félagsgjalda. Óski félagsmaður þess að segja sig úr félaginu skal hann gera það skriflega til stjórnar. 

  Brjóti félagsmaður ítrekað eða verulega gegn lögum félagsins er stjórn þess heimilt að víkja manni úr félaginu. Stjórn félagsins skal jafnan senda félagsmanni sem gerst hefur brotlegur áminningu fyrst. Félagsmanni er heimilt að skjóta ákvörðun stjórnar til félagsfundar.

Að eftir breytingu lokinni hljóði 7.gr framvegis svo:

 1. gr.
  Félagsmenn skulu greiða félagsgjald eins og það er ákveðið hverju sinni á aðalfundi. Hafi greiðsla ekki verið innt af hendi fyrir næsta aðalfund skoðast slíkt sem úrsögn úr félaginu enda líði a.m.k. 9 mánuðir milli aðalfunda.
  Félagsmaður getur sagt sig úr félaginu með skriflegri beiðni til stjórnar. 

  Félagsmenn eldri en 65 ára og heiðursfélagar skv. 6. gr. skulu undanþegnir greiðslu félagsgjalds.Félagsmenn sem búsettir eru erlendis vegna náms eða starfa skulu greiða hálft félagsgjald.Hjón eða sambúðarfólk sem bæði eru skráð í félagið skulu borga hálft félagsgjald hvort.

Röksemda færslur vegna tillögu 1. eru eftirfarandi:

 • Þessar tvær greinar kallast á og því er nauðsynlegt að breyta þeim báðum í einu.
 • Eðlilegt er að sameina í einni grein skilyrði þess að mega vera félagi og í annarri grein ákvæði um félagsgjald.
 • Í 4. gr. núverandi laga er ákvæði um að menn verði undanþegnir árgjaldi fyrsta árið sem þeir eru í félaginu. Lagt er til að sú undanþága hverfi úr lögum.
 • Í 7. gr. núverandi laga hefur stjórn vald til að víkja mönnum úr félaginu. Lagt er til að eingöngu sé hægt að víkja mönnum úr félaginu á grundvelli aukins meirihluta á félagsfundi og að auki geti 10% félagsmanna krafist þess að slík tillaga sé tekin fyrir, ekki bara stjórn.
 • Orðalag 1. mgr. 7. gr. í núverandi reglum er loðið og bíður upp á túlkun. Má t.d. ekki víkja manni úr félaginu ef hann borgar bara annað hvert ár? Það er best að það séu bara alveg hreinar línur um hvort menn eru inni eða úti. Að auki ætti ekki að flækja regluna með því að tala um að stjórn þurfi að senda viðkomandi áskorun áður en úrsögnin taki gildi. Það segir sig sjálft að hæf stjórn gerir allar viðeigandi tilraunir til innheimtu.
 • Í leiðinni eru gerðar vissar lagfæringar á orðalagi, m.a. með því að horfa til fyrirmynda í 8. og 9. grein reglna verkfræðingafélagsins.