Eitt af marmiðum félagsins er að halda reglulega viðburði fyrir félagsmenn. Við erum alltaf tilbúin að heyra í félagsmönnum og/eða aðilum í þeirra tengslaneti sem hafa áhuga á að koma sér á framfæri. Við leitum að einstaklingum sem vilja t.d. kynna

  • verkefni sem þeir hafa unnið, t.d. meistararitgerðir,
  • fyrirtækið sem þeir eru að stofna,
  • fræðsluefni sem þeir hafa sett saman,
  • eða eitthvað annað sem þeim dettur í hug og tengist tölvunarfræði.

Ef þetta á við þig eða einhvern sem þú þekkir er þér velkomið að hafa samband við okkur. Markmið okkar er að halda viðburði mánaðarlega eða eins og framboð á fyrirlesurum leyfir. Við auglýsum viðburðina hér á síðunni, til félagsmanna okkar með tölvupósti og á samfélagsmiðlum.

Ef þú þekkir einhvern sem gæti haft áhuga á því að kynna sig þætti okkur vænt um að þú bentir viðkomandi á þetta tækifæri.