Stjórn FT hafa borist eftirfarandi tillögur að lagabreytingum. Kosið verður um þessar tillögur á aðalfundinum.

4. gr.

Þeir sem ljúka B.S. prófi eða æðri gráðu í tölvunarfræðum frá íslenskum háskóla verða sjálfkrafa félagsmenn við útskrift.

Verði:

Þeir sem ljúka B.S. prófi eða æðri gráðu í tölvunarfræðum frá íslenskum háskóla geta orðið félagsmenn.

7.gr.

Greiði félagsmaður ekki félagsgjald sitt í tvö ár er stjórn félagsins heimilt að skoða slíkt sem úrsögn úr félaginu, en áður en til þess kemur skal stjórnin senda viðkomandi áskorun um greiðslu ógreiddra félagsgjalda. Greiði nýr félagsmaður ekki félagsgjald sitt í fyrsta sinn er heimilt að líta á það sem úrsögn.

málsgreinin:

Greiði nýr félagsmaður ekki félagsgjald sitt í fyrsta sinn er heimilt að líta á það sem úrsögn.

falli brott.

8.gr.

Í stað setningarinnar:

 Lagabreytingar skulu einungis vera teknar fyrir á aðalfundi.

Komi setningin:

Lagabreytingar skulu kynntar félagsmönnum með aðalfundarboði og einungis vera teknar fyrir á aðalfundi.

Categories: Aðalfundur