Næsti samlokufundur verður haldinn 16. júní klukkan 11:30 í sal Verkfræðingafélags Íslands við Engjateig 9. Léttar veitingar verða í boði fyrir þá sem mæta.

Flytjandi erindis: Þorsteinn Jónsson

Stutt lýsing á erindi: Gífurlegir skógareldar hafa geisað um Ástralíu og Suð-vestur Bandaríkin á miklum þurrka tímum síðastliðin ár.

Til að stemma stigu við þessu kynnum við lausn sem byggist á notkun flygilda og hágæða myndavéla.
Í fyrirlestrinum verður farið yfir aðferðir sem byggja á notkun strjálla framsetninga til að smíða skilvirka metla með djúpum tauganetum.
Með slíkum metlum gefst kostur á að leysa verkefnið í rauntíma, og þar með gera flygildi sjálfvirk.
Auglýsing fyrir viðburðinn á Facebook: https://fb.me/e/3JiwmTngf
Categories: Fréttir