Aðalfundur Félags Tölvunarfræðinga var haldinn í sal Verkfræðingafélagsins þann 31. Maí 2018 og var þar kosin ný stjórn. Hana skipa:

  • Hrafn Þorvaldsson, formaður
  • Björgvin Áskelsson, menntari
  • Birna Guðmundsdóttir, ritari
  • Einar Indriðason, formaður kjaranefndar
  • Haukur Ö. Harðarson, gjaldkeri
  • Monica Roismann, varamaður
  • Einar Örn Gissurarson, varamaður

Mun stjórnin hittast strax í næstu viku og hefja undirbúnings vinnu fyrir starf félagsins komandi vetur.

Niðurstöður kjarakönnunar fyrir árið 2018 voru kynntar á aðalfundi líkt og venja er, en nú má nálgast þær í gegnum glænýjan innrivef félagsins, bæði sem vefútgáfa og sem prentvænt skjal (PDF).

Verður þetta að teljast með þeim styttri tíma sem hefur liðið frá aðalfundi og þangað til að félagar hafa fengið aðgang að niðurstöðunum.

Categories: Fréttir