Allt frá upphafi gervigreindarsviðsins hafa borðspil eins og skák gengt veigamiklu hlutverki sem rannsóknarviðfangsefni.  Þó að í upphafi hafi verið litið á það sem skammtímamarkmið fyrir gervigreindina að læra að tefla slíka leiki af kunnáttu, þá reyndist verkefnið mun meira krefjandi en búist var við. Það var fyrst með tilkomu AlphaZero, fyrir örfáum árum, sem að það tókst að búa til gervigreindaragent sem lærði af sjálfdáðum að telfa skák og aðra svipaða leiki (á heimsklassa getu) án þess að mannshöndin kæmi þar nærri.

Í þessum fyrirlestri  förum við yfir sögu borðspila í gervigreindarrannsóknum, með sérstaka áherslu á skák, lýsum núverandi tækni (AlphaZero), og ræðum mögulegt framtíðarhlutverk borðleika í gervigreindarrannsóknum. Fyrirlesturinn er fluttur með það að markmiði að vera aðgengilegur breiðum hóp áhorfenda.

Yngvi Björnsson er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík (HR) og annar meðstofnandi gervigreindarsetur HR. Hann hefur fengist við kennslu og rannsóknir í gervigeind í áratugi.

Staðsetning: Í kjallara húsnæðis VFÍ, Engjateigi 9. Samlokur verða í boði fyrir gesti.

Tímasetning: Í hádeginu 15. nóvember. Erindið hefst klukkan 12:00.

Skráning: Til að meta fjölda verðum við með skráningu í Facebook hóp félagsins.

Categories: Samlokufundur