Emery Neufeld, frá TU Vín, ætlar að segja okkur frá rannsóknum sínum á hvernig við kennum gervigreind siðferði og samfélagslega ábyrgð. Sífellt flóknari sjálfvirknivæðing gerir ákvarðanatöku gervigreindar flóknari og kallar um leið eftir ríkari þekkingu. Rannsóknarsvið Emery Neufeld er machine ethics en rannsóknarverkefnið hans fjallar einmitt um hvernig þróa má ramma utan um siðferðislegar og samfélagslega ábyrgar ákvarðanir fyrir sífellt þróaðri og flóknari sjálfvirkni.
Boðið verður uppá Samlokur, gos, grímur, spritt og beina útsendingu
Fimmtudaginn 24.september, kl 15-16 – ATHUGIÐ breyttan fundartíma
Engjateigi 9, Hús verkfræðingafélagsins
Við bendum einnig á fyrirlestur Emery Neufeld í Ráðhúsinu á miðvikudag frá 23.sept þar sem hann talaði á almennari nótum um gervigreind í borgarsamfélaginu.