Hugbúnaðarþróun á fullu flugi – 13.nóv

Ágúst Hlynur Hólmgeirsson hjá Adversary, ætlar að deila með okkur af þekkingu sinni um öryggisveikleika. “Þrátt fyrir stöðugar hættur sem hugbúnaður þarf að lifa við þá eru stöðugt auknar kröfur um meiri framleiðni. Hvernig náum við fram þessum aukna hraða án þess að skapa áhættu í formi rekstrarvandamála og öryggisveikleika? ” Miðvikudaginn 13.nóvember, kl 12-13 Engjateigi 9, Hús verkfræðingafélagsins  

Ný stjórn og kjarakönnun

Aðalfundur félags tölvunarfræðinga var haldinn í sal Verkfræðingafélagsins þann 23. Maí 2019 og var þar kosin ný stjórn. Hana skipa: Hrafn Þorvaldsson, formaður Haukur Ö. Harðarson, gjaldkeri Birna Guðmundsdóttir, ritari Einar Indriðason, formaður kjaranefndar Gunnlaugur Bollason, menntari Björgvin Áskelsson, varamaður Monica Roismann, varamaður Niðurstöður kjarakönnunar fyrir árið 2019 voru kynntar á aðalfundi líkt og venja er og má nú nálgast þær í gegnum innrivef félagsins, bæði sem vefútgáfa og sem prentvænt skjal (PDF).

Aðalfundur 2019

Aðalfundur félags tölvunarfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 23. maí næstkomandi klukkan 18:00. Fundurinn verður haldinn í sal Verkfræðingafélags Íslands, við Engjateig 9, 105 Reykjavík. Dagskrá verður samkvæmt lögum félagsins: 1. Skýrsla um störf félagsins á liðnu starfsári 2. Reikningsskil 3. Lagabreytingar 4. Kosning stjórnar og varamanna 5. Kosning skoðunarmanna 6. Ákvörðun félagsgjalda 7. Önnur mál Lög félagsins er að finna á vef félagsins hér. Að venju verður farið yfir niðurstöður úr nýjustu kjarakönnun félagsins eftir fund. Read more…

Ada & /sys/tur kíktu í heimsókn

Í gær kom góður hópur úr Ada – Hagsmunafélagi kvenna í upplýsingatækni við HÍ og /sys/tur – Félagi kvenna inna Tölvunarfræðideildar HR í heimsókn til okkar til að fá kynningu á bæði félags starfi og kjarakönnun Félags Tölvunarfræðinga, og starfsemi Stéttarfélagi Tölvunarfræðinga. Er þetta liður í áframhaldandi verkefni félagsins að standa vörð um hagsmuni félaga, núverandi og framtíðar, og ýta undir nýliðun í félaginu. Stefnt er svo að kynningum fyrir bæði nemendafélögin, Tvíund og Nörd, Read more…

Eftirlitskerfi

Í gær hélt hann Einar Indriðason samloku kynningu á eftirlits kerfum og þeirri kerfis uppsetningu sem hefur verið sett upp hjá Verðustofunni. Þegar kerfi er komið í rekstur tekur við næsta skref sem er að halda því í gangi í samræmi við uppitímakröfur. Það eina sem er öruggt er að það verða uppákomur sem stöðva kerfið og þá er mikilvægt að vita af því sem fyrst. Það er hlutverk eftirlitskerfisins. Nálgast má glærurnar hér

Loddaralíðan og Kulnun

Þann 9.Október síðastliðinn kom hún Berglind Ósk Bergsdóttir til okkar í hádeginu og hélt kynningu á loddaralíðan (e. Imposter Experience) og kulnun í starfi (e. Burnout),  en Berglind hefur einmitt haldið nokkra fyrirlestra og vinnustofur um þetta viðfangsefni. Berglind Ósk Bergsdóttir er menntuð sem Tölvunarfræðingur, útskrifuð frá Háskóla Íslands. Hún er hokin af reynslu og starfaði til langs tíma við hugbúnaðar þróun hjá Gogoyoko og Plain Vanilla en er nú starfandi hjá Kolibri. Eins og Read more…

Ný stjórn og kjarakönnun

Aðalfundur Félags Tölvunarfræðinga var haldinn í sal Verkfræðingafélagsins þann 31. Maí 2018 og var þar kosin ný stjórn. Hana skipa: Hrafn Þorvaldsson, formaður Björgvin Áskelsson, menntari Birna Guðmundsdóttir, ritari Einar Indriðason, formaður kjaranefndar Haukur Ö. Harðarson, gjaldkeri Monica Roismann, varamaður Einar Örn Gissurarson, varamaður Mun stjórnin hittast strax í næstu viku og hefja undirbúnings vinnu fyrir starf félagsins komandi vetur. Niðurstöður kjarakönnunar fyrir árið 2018 voru kynntar á aðalfundi líkt og venja er, en nú Read more…

Aðalfundur 2018

Aðalfundur Félags Tölvunarfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 31. maí næstkomandi klukkan 17:00. Fundurinn verður haldinn í sal Verkfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9, 105 Reykjavík. Dagskrá verður samkvæmt lögum félagsins: 1. Skýrsla um störf félagsins á liðnu starfsári 2. Reikningsskil 3. Lagabreytingar 4. Kosning stjórnar og varamanna 5. Kosning skoðunarmanna 6. Ákvörðun félagsgjalda 7. Önnur mál Lög félagsins er að finna á vef FT: https://ft.is/um-felag-tolvunarfraedinga/log Að venju verður farið yfir nýjustu kjarakönnun félagsins eftir fund. Kjarakönnunin er í Read more…

Samlokufundur – Haskell og Hackathon sigurvegari

Kæru félagar, Miðvikudaginn 19.10, verður Samlokufundur í hádeginu.  Fyrirvarinn er stuttur en innihaldið er gott. Fallaforritun og Haskell – Baldur Blöndal (Iceland_Jack): Hvenær og hversvegna fallaforritun er málið Travel Hackathon – Dagný Lára Guðmundsdóttir (sigurvegari).  Dagný og félagar segja okkur frá keppninni og sinni lausn Atburðurinn hefur verið settur inn á fésbókina og biður stjórn náðarsamlegast að félagar skrái áhuga sinn þar.

Tillaga að lagabreytingum

Stjórn FT hafa borist eftirfarandi tillögur að lagabreytingum. Kosið verður um þessar tillögur á aðalfundinum. 4. gr. Þeir sem ljúka B.S. prófi eða æðri gráðu í tölvunarfræðum frá íslenskum háskóla verða sjálfkrafa félagsmenn við útskrift. Verði: Þeir sem ljúka B.S. prófi eða æðri gráðu í tölvunarfræðum frá íslenskum háskóla geta orðið félagsmenn. … 7.gr. Greiði félagsmaður ekki félagsgjald sitt í tvö ár er stjórn félagsins heimilt að skoða slíkt sem úrsögn úr félaginu, en áður en Read more…