Kosning um nýtt logo FT

Við höfum ákveðið að uppfæra logo félagsins. Við fengum til liðs við okkur Þuríði Hilmarsdóttur sem er nemandi í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Hún er með bachelor og meistaragráðu í grafískri hönnun og mikla reynslu af hönnunarvinnu. Hægt er að kjósa um logo inni á þessari síðu. Félagar geta kosið til 8. októbers.

Gervigreind lærir siðferði – kl 15:00

Emery Neufeld, frá TU Vín, ætlar að segja okkur frá rannsóknum sínum á hvernig við kennum gervigreind siðferði og samfélagslega ábyrgð. Sífellt flóknari sjálfvirknivæðing gerir ákvarðanatöku gervigreindar flóknari og kallar um leið eftir ríkari þekkingu. Rannsóknarsvið Emery Neufeld er machine ethics en rannsóknarverkefnið hans fjallar einmitt um hvernig þróa má ramma utan um siðferðislegar og samfélagslega ábyrgar ákvarðanir fyrir sífellt þróaðri og flóknari sjálfvirkni. Boðið verður uppá Samlokur, gos, grímur, spritt og beina útsendingu Fimmtudaginn Read more…

Geimferðaáætlun Íslands – Space Iceland

Atli Þór Fanndal, formaður Geimvísinda- og tækniskrifstofu Íslands, ætlar að segja okkur frá margháttuðu framlagi Íslands til geimvísinda og framtíðarsýn Space Iceland skrifstofunnar. Einnig segir hann frá eldflaugaskoti á vegum Space iceland og Skyrora frá Langanesi þann 16.ágúst sl. Fundinum verður streymt hér:  https://youtu.be/rftdgOouaYc “Markmiðið er að sjálfsögðu geimskot” – ruv þann 16.ágúst “Kanna möguleika á Íslensku gervitungli” – mbl 9.júní “Morgan Stanley spáir því að geimiðnaðurinn verði fyrsti trilljón Bandaríkjadollara iðnaðurinn í heiminum. Ísland Read more…

Ný stjórn FT 2020

Ný stjórn FT og kjarakönnun 2020

Aðalfundur félags tölvunarfræðinga var haldinn í sal Verkfræðingafélagsins þann 28. Maí 2020 og var þar kosin ný stjórn. Hana skipa: Hafsteinn Einarsson, formaður Haukur Ö. Harðarson, gjaldkeri Einar Indriðason, ritari Birna Guðmundsdóttir, formaður kjaranefndar Gunnlaugur Bollason, menntari Björgvin Áskelsson, varamaður Hrafn Þorvaldsson, varamaður Niðurstöður kjarakönnunar fyrir árið 2020 voru kynntar á aðalfundi líkt og venja er og má nálgast þær í gegnum innrivef félagsins, bæði sem vefútgáfa og sem prentvænt skjal (PDF).  

Aðalfundur 2020

Aðalfundur félags tölvunarfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 28. maí næstkomandi klukkan 18:00. Fundurinn verður haldinn í sal Verkfræðingafélags Íslands, við Engjateig 9, 105 Reykjavík. Dagskrá verður samkvæmt lögum félagsins: 1. Skýrsla um störf félagsins á liðnu starfsári 2. Reikningsskil 3. Lagabreytingar 4. Kosning stjórnar og varamanna 5. Kosning skoðunarmanna 6. Ákvörðun félagsgjalda 7. Önnur mál Lög félagsins er að finna á vef félagsins hér. Að venju verður farið yfir niðurstöður úr nýjustu kjarakönnun félagsins eftir fund. Hún Read more…

Hugbúnaðarþróun á fullu flugi – 13.nóv

Ágúst Hlynur Hólmgeirsson hjá Adversary, ætlar að deila með okkur af þekkingu sinni um öryggisveikleika. “Þrátt fyrir stöðugar hættur sem hugbúnaður þarf að lifa við þá eru stöðugt auknar kröfur um meiri framleiðni. Hvernig náum við fram þessum aukna hraða án þess að skapa áhættu í formi rekstrarvandamála og öryggisveikleika? ” Miðvikudaginn 13.nóvember, kl 12-13 Engjateigi 9, Hús verkfræðingafélagsins  

Ný stjórn og kjarakönnun

Aðalfundur félags tölvunarfræðinga var haldinn í sal Verkfræðingafélagsins þann 23. Maí 2019 og var þar kosin ný stjórn. Hana skipa: Hrafn Þorvaldsson, formaður Haukur Ö. Harðarson, gjaldkeri Birna Guðmundsdóttir, ritari Einar Indriðason, formaður kjaranefndar Gunnlaugur Bollason, menntari Björgvin Áskelsson, varamaður Monica Roismann, varamaður Niðurstöður kjarakönnunar fyrir árið 2019 voru kynntar á aðalfundi líkt og venja er og má nú nálgast þær í gegnum innrivef félagsins, bæði sem vefútgáfa og sem prentvænt skjal (PDF).

Aðalfundur 2019

Aðalfundur félags tölvunarfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 23. maí næstkomandi klukkan 18:00. Fundurinn verður haldinn í sal Verkfræðingafélags Íslands, við Engjateig 9, 105 Reykjavík. Dagskrá verður samkvæmt lögum félagsins: 1. Skýrsla um störf félagsins á liðnu starfsári 2. Reikningsskil 3. Lagabreytingar 4. Kosning stjórnar og varamanna 5. Kosning skoðunarmanna 6. Ákvörðun félagsgjalda 7. Önnur mál Lög félagsins er að finna á vef félagsins hér. Að venju verður farið yfir niðurstöður úr nýjustu kjarakönnun félagsins eftir fund. Read more…

Ada & /sys/tur kíktu í heimsókn

Í gær kom góður hópur úr Ada – Hagsmunafélagi kvenna í upplýsingatækni við HÍ og /sys/tur – Félagi kvenna inna Tölvunarfræðideildar HR í heimsókn til okkar til að fá kynningu á bæði félags starfi og kjarakönnun Félags Tölvunarfræðinga, og starfsemi Stéttarfélagi Tölvunarfræðinga. Er þetta liður í áframhaldandi verkefni félagsins að standa vörð um hagsmuni félaga, núverandi og framtíðar, og ýta undir nýliðun í félaginu. Stefnt er svo að kynningum fyrir bæði nemendafélögin, Tvíund og Nörd, Read more…