Hinn árlegi aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 23. maí kl. 17:00 í húsakynnum Verkfræðingafélags Íslands við Engjateig 9, 105 Reykjavík.
Dagskrá verður samkvæmt lögum félagsins:
- Skýrsla um störf félagsins á liðnu starfsári
- Reikningsskil
- Lagabreytingar (sjá neðar)
- Kosning stjórnar og varamanna (við erum að leita að fleiri þátttakendum í stjórn og áhugasamir mega gjarnan hafa samband)
- Kosning skoðunarmanna
- Ákvörðun félagsgjalda
- Önnur mál (kosning, sjá neðar)
Lög félagsins er að finna á vef félagsins (sjá hér).
Að lokinni hefðbundinni dagskrá verður farið yfir niðurstöður úr nýjustu kjarakönnun félagsins. Hún verður svo gerð aðgengileg félögum gegnum vef félagsins síðar. Boðið verður upp á léttar veitingar og biðjum við félaga sem ætla að mæta á staðinn vinsamlegast um að melda sig svo áætla megi þær. Hægt er að melda sig í viðburði á Facebook (https://fb.me/e/6MayKXir1) eða skrá komu sína hér fyrir þá sem eru ekki á Facebook: https://forms.gle/S6mp5ZmLmDBL2rP58 eða með því að senda okkur póst á ft@ft.is.
Athugið að núgildandi lög félagsins eru aðgengileg hér:
Lagabreytingartillögur fyrir þennan aðalfund eru eftirfarandi:
– Tökum út liðinn um maka í 7. grein (Hjón eða sambúðarfólk sem bæði eru skráð í félagið skulu borga hálft félagsgjald hvort.)
– Gerum kröfum um að einungis félagsmenn megi bjóða sig fram til stjórnar í 11. grein (Stjórn félagsins skal skipuð fimm _félags_mönnum)
– Breytum orðalagi og kröfum um aðild í fjórðu grein þ.a. nemendur sem eru að klára tölvunarfræði á sama misseri og stjórnarfundurinn geti gengið til liðs við félagið:
4. gr.<fyrir>Þeir sem ljúka B.S. prófi eða æðri gráðu í tölvunarfræðum, þar á meðal tölvunarstærðfræði, frá íslenskum háskóla geta orðið félagsmenn. Jafnframt geta aðrir sem lokið hafa sambærilegu prófi úr viðurkenndum háskóla erlendis, að mati stjórnar orðið félagsmenn. Mat þetta skal byggt á reglum sem samþykktar hafa verið af félagsmönnum á aðalfundi.
<eftir>Þeir sem ljúka B.S. prófi eða æðri gráðu í tölvunarfræðum eða tölvunarstærðfræði frá íslenskum háskóla geta orðið félagsmenn. Jafnframt geta aðrir sem lokið hafa sambærilegu prófi úr viðurkenndum háskóla erlendis, að mati stjórnar orðið félagsmenn. Ennfremur geta nemendur á síðastu önn fyrir brautskráningu í tölvunarfræði frá íslenskum háskóla orðið félagsmenn. Mat þetta skal byggt á reglum sem samþykktar hafa verið af félagsmönnum á aðalfundi.
Með kveðju,
Stjórn FT