Aðalfundur félags tölvunarfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 19. maí næstkomandi klukkan 17:00.

Fundurinn verður haldinn í sal Verkfræðingafélags Íslands, við Engjateig 9, 105 Reykjavík.

Dagskrá verður samkvæmt lögum félagsins:

  1. Skýrsla um störf félagsins á liðnu starfsári
  2. Reikningsskil
  3. Lagabreytingar (engar bárust að þessu sinni)
  4. Kosning stjórnar og varamanna
  5. Kosning skoðunarmanna
  6. Ákvörðun félagsgjalda
  7. Önnur mál (kosning, sjá neðar)

Lög félagsins er að finna á vef félagsins (sjá hér).

Undir liðnum Önnur mál verður kosið um áframhaldandi framkvæmd kjarakönnunar félagsins. Stéttarfélag Tölvunarfræðinga (ST) hefur boðist til að taka þátt í helmingi af kostnaði við framkvæmd kjarakönnunarinnar gegn því að fá aðgang að henni. Fjallað verður um kosti og galla þessa máls fyrir kosninguna.

Að lokinni hefðbundinni dagskrá verður farið yfir niðurstöður úr nýjustu kjarakönnun félagsins. Hún verður svo gerð aðgengileg félögum gegnum vef félagsins síðar.

Boðið verður upp á léttar veitingar og biðjum við félaga sem ætla að mæta á staðinn vinsamlegast um að melda sig svo áætla megi þær. Hægt er að skrá komu sína hér: https://forms.gle/E8zFJQxiDmHMy4a77 eða með því að senda okkur póst á ft@ft.is.

Með kveðju,
Stjórn FT