Við minnum á hinn árlega aðalfund félagsins sem haldinn verður þriðjudaginn 16. maí kl. 17:00 í húsakynnum Verkfræðingafélags Íslands við Engjateig 9, 105 Reykjavík.
Dagskrá verður samkvæmt lögum félagsins:
- Skýrsla um störf félagsins á liðnu starfsári
- Reikningsskil
- Lagabreytingar (engar bárust að þessu sinni)
- Kosning stjórnar og varamanna
- Kosning skoðunarmanna
- Ákvörðun félagsgjalda
- Önnur mál (kosning, sjá neðar)
Lög félagsins er að finna á vef félagsins (sjá hér).
Að lokinni hefðbundinni dagskrá verður farið yfir niðurstöður úr nýjustu kjarakönnun félagsins. Hún verður svo gerð aðgengileg félögum gegnum vef félagsins síðar.
Boðið verður upp á léttar veitingar og biðjum við félaga sem ætla að mæta á staðinn vinsamlegast um að melda sig svo áætla megi þær. Hægt er að skrá komu sína hér: https://forms.gle/bmdM4Evf3RgsfE5C8 eða með því að senda okkur póst á ft@ft.is.
Með kveðju,
Stjórn FT