Aðalfundur félags tölvunarfræðinga var haldinn í sal Verkfræðingafélagsins þann 20. Maí 2021 og var þar kosin ný stjórn.

Hana skipa:

  • Hafsteinn Einarsson, formaður
  • Haukur Ö. Harðarson, gjaldkeri
  • Einar Indriðason, ritari
  • Birna Guðmundsdóttir, formaður kjaranefndar
  • Anna Sigríður Islind, menntari
  • Björgvin Áskelsson, varamaður
  • Hrafn Þorvaldsson, varamaður

Niðurstöður kjarakönnunar fyrir árið 2021 voru kynntar eftir aðalfund og má nálgast þær í gegnum innrivef félagsins sem prentvænt skjal (PDF) og sem vefútgáfu þegar búið er að hreinsa til meðlimaskrá skv. 7. grein laga félagsins.