Réttindi og þjónusta Stéttarfélags tölvunarfræðinga

Launaviðtal

Meðlimur ST hefur rétt á því að fara í launaviðtal einu sinni á ári.  ST getur hjálpað til við að undirbúa launaviðtalið með upplýsingum um markaðslaun og stöðu á markaði.

http://www.vfi.is/kjaramal/kaup-og-kjor/

Ráðningarsamingar

ST getur aðstoðað við gerð ráðningarsamnings, farið yfir kjör og launatöflur.  Farið yfir réttindi og skyldur, bæði vinnuveitanda og launþega.  Mikilvægt að launaþegi viti     sinn rétt og sínar skyldur.

Sjúkrasjóður

Aðstoðar með dagpeningum við veikindi sjóðsfélaga. Þegar veikindarétti hjá vinnuveitanda lýkur (td. 3 mán. rétti) greiðir sjúkrasjóður 80% af heildarlaunum starfsmanns í allt að 9 mánuði. Veikindaréttur verður þá alls 12 mánuðir.

Styrkir eru veittir í fjölda tilfella svo sem við kaup á gleraugum, til tannviðgerða, íþróttaiðkana og aðrar fyrirbyggjandi aðgerðir.

http://www.vfi.is/kjaramal/sjukrasjodur/

Orlofssjóður

Orlofssjóður ST hefur 4 sumarbústaði til úthlutunar allt árið. Tveir eru í Grímsnesi, einn í Húsafelli og einn við Kirkjubæjarklaustur auk íbúðar á Akureyri. Á sumrin eru einnig teknir á leigu bústaðir víðsvegar um landið til að anna eftirspurn.  Jafnframt er hægt að njóta afsláttar á Eddu-hótelum, og eins geta félagsmenn fengið tjaldvagna á leigu.

http://www.vfi.is/kjaramal/orlofssjodur/

Kjarakönnun / Markaðslaun

ST og FT vinna árlega kjarakönnun saman, sem sýnir launaþróun í stéttinni. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt í kjarakönnuninni, til að sem nákvæmustar upplýsingar fáist um launakjör meðlima ST / FT.

Kjarakönnunin er líka mikilvægt tæki þegar verið er að semja um laun og kjör.

Kjarasamningar

ST náði þeim áfanga vorið 2011 að gera kjarasamning við SA (Samtök atvinnulífsins) fyrir félagsmenn sína og er þá kominn grunnkjarasamningur fyrir tölvunarfræðinga á almennum vinnumarkaði. Ekki er samið um beina launataxta, en nefnt að laun ráðist af því sem um semst á markaði og að starfsmaður og vinnuveitandi geti byggt ákvörðun á kjarakönnunum og skipan launamála hjá vinnuveitanda og er honum skylt að veita starfsmanni árlegt launaviðtal. Kjarasamningur tekur á öllum öðrum réttindum.

Undirbúningsvinna er hafin hjá ST sem nauðsynlegur aðdragandi þess að ná kjarasamningi við ríki, borg og önnur sveitarfélög.

http://www.vfi.is/kjaramal/kaup-og-kjor/kjarasamningar/

Aðstoð lögfræðings

ST hefur lögfræðing á sínum snærum til að hjálpa til við álitamál sem geta (og hafa) komið upp varðandi réttindi félagsmanna, t.d. við ólögmætar uppsagnir, eða skerðingu á veikindagreiðslum að óþörfu.

Lögfræðingur ST er Lára V. Júlíusdóttir.

Skildu eftir svar