Stéttarfélag tölvunarfræðinga

Stéttarfélag tölvunarfræðinga semur um kaup og kjör fyrir tölvunarfræðinga og gætir hagsmuna þeirra. Allir þeir sem hafa viðurkennt háskólapróf í tölvunarfræði geta orðið meðlimir Stéttarfélags tölvunarfræðinga. Gerður var þjónustusamningur við Verkfræðingafélag Íslands um rekstur stéttarfélagins.og þjónustu þess við félagsmenn.

Félagið býður félagsmönnum upp á:

  • aðgang og réttindi í sjóðum VFÍ, s.s sjúkrasjóði, orlofssjóði og starfsmenntunarsjóði á almennum vinnumarkaði.
  • aðstoð við félagsmenn um gerð og yfirlestur ráðningarsamninga.
  • aðstoð við undirbúning launaviðtala og upplýsingar um markaðslaun.
  • ókeypis lögfræðiaðstoð vegna ágreiningsmála við vinnuveitenda og 25% afslátt hjá lögfæðingum ST vegna annarra mála. Lára V. Júlíusdóttir hrl. sinnir lögfræðilegri þjónustu til handa félaginu og félagsmönnum. Beiðni um þjónustu hennar þarf að fara í gegnum skrifstofu ST.

Upplýsingar um þessi réttindi og þjónustu er að finna hér

Sækja þarf skriflega um aðild að Stéttarfélagi tölvunarfræðinga og umsóknareyðublaðið er hér

Lög Stéttarfélags tölvunarfræðinga er að finna hér

Stéttarfélag tölvunarfræðinga
Verkfræðingahúsinu, Engjateigi 9, 105 Reykjavík
Sími 535 9300 

Skildu eftir svar