Samlokufundur – SAReye

Í hádeginu næsta þriðjudag ætlar Hjörtur Geir Björnsson hjá SAReye að segja okkur frá verkefninu SARdrones.  Það verkefni vann Gulleggið, frumkvöðlakeppni Innovit, fyrr á árinu. Verkefnið fjallar um þróun á ómönnuðum leitarloftförum og hugbúnaði til aðstoðar við leit og björgun.

Athugið!  Fyrirlesturinn fer fram á KEX, næsta þriðjudag 22. október, kl 12-13.

Í stað hinnar klassísku samloku, verður boðið uppá:

  • Súpu – 0 kr
  • Fisk – 1.000 kr
  • Hamborgara – 1.000 kr

Vinsamlegast látið vita af mætingu á ft-stjorn@ft.is, til að hægt sé að áætla veitingar.