Stærsta ofurtölva Íslandssögunnar – Samlokufundur

Núna á miðvikudaginn 11. maí verður samlokufundur þar sem við fáum að heyra um stærstu ofurtölvu landsins. Um er að ræða langöflugustu tölvu sem sett hefur verið upp hérlendis og mun hún geta framkvæmt 700.000 milljarða reikniaðgerða á sekúndu. Tölvan vegur um 14 tonn. Vigfús hjá Veðurstofunni og Þorvaldur ráðgjafi hjá Tescon taka á móti okkur. Þorvaldur hefur yfir 28 ára reynslu sem verkfræðingur og stjórnandi hjá fyrirtækjum á sviði upplýsingatækni og orkuframleiðslu. Hann hefur nýlega lokið að verkstýra uppsetningu á stærstu ofurtölvu Íslandssögunnar sem hann mun nú segja okkur nánar frá.

Mæting er hjá Veðurstofu Íslands við Bústaðarveg 7 (gamla Landsvirkjun / Landsnet húsið) kl 12-13. Samlokur og gos í boði. Mikilvægt að þið meldið mætingu á Facebook eða með tölvupósti.

ofurtölva