Jón von Tetzchner svarar spurningum

Jón von Tetzchner ætlar að hitta okkur í samloku Q&A í hádeginu á miðvikudag.  Jón er tölvunarfræðingur en hann er fyrrum framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Opera Software.  Ásamt því að stofna frumkvöðlasetur á Eiðistorgi þá stofnaði hann Vivaldi Technologies og er því aftur kominn í þróun á vafra.

Jón ætlar að svara spurningum frá tölvunarfræðingum – en samlokufundurinn verður með svokölluðu Q&A sniði.  Þið komið með spurningar!  Þetta er frábært tækifæri til að spyrja reynslumikinn aðila spjörunum úr og þá sérstaklega allt sem tengist vöfrum, internetið og nýsköpum!

Vinsamlega skráið ykkur á Facebook síðu FT eða með tölvupósti á ft-stjorn@ft.is,  svo hægt sé að áætla innkaup!