Fyrirtækjaheimsókn til Betware

Betware býður Félagi tölvunarfræðinga í vísindaferð fimmtudaginn 13. mars milli kl. 17:30-19:30. Betware er staðsett að Holtasmára 1, Kópavogi.  Vinsamlega meldið ykkur á ft-stjorn@ft.is eða á Facebook síðu FT.

betware_logo
Betware er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í að þróa lausnir fyrir lotteríiðnaðinn. Betware er í eigu NOVOMATIC fyrirtækjasamsteypunnar sem er stærsti framleiðandi og rekstraraðili búnaðar fyrir leikjaiðnaðinn í Evrópu. Höfuðstöðvar Betware  eru á Íslandi en auk þess er fyrirtækið með starfsemi í Danmörku, Spáni og Serbíu. Meðal viðskiptavina Betware eru framsæknustu Lotterí heims og eru um 2 milljónir skráðra notenda  að lausnum fyrirtækisins.
Hjá Betware er hvetjandi og skemmtilegt starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á að allir fái að nýta hæfileika sína og líði vel á vinnustaðnum. Unnið er í teymum eftir Agile aðferðafræði þar sem rík áhersla er lögð á nýsköpun og þróun.