Category Archives: Vísindaferð

FT fær að kynnast fyrirtækjum, sjá og heyra hvernig tölvutækni er notuð. Aðferðir, kerfi, hugbúnaðarþróun, vélbúnaður og öll vísindin á bak við fyrirtækið. Svo er það líka að hitta félaga í geiranum.

Heimsókn til RB

Næstkomandi fimmtudag ætlar Reiknistofa bankanna – RB – að bjóða FT í heimsókn. RB er tæknifyrirtæki sem hefur starfað í meira en 40 ár og eins og hjá öllum tæknifyrirtækjum þá eru margar áskoranir.  Frábært tækifæri til að hitta aðra tölvunarfræðinga og fá að kynnast þessu metnaðarfulla fyrirtæki.

Vinsamlega meldið ykkur á ft-stjorn@ft.is eða á Facebook síðu FT.

Staður: RB,  Höfðatorg, Katrínartúni 2.

Stund: Fimmtudagur 5. mars, kl 17-19.

Stjórn FT

Fyrirtækjaheimsókn til Betware

Betware býður Félagi tölvunarfræðinga í vísindaferð fimmtudaginn 13. mars milli kl. 17:30-19:30. Betware er staðsett að Holtasmára 1, Kópavogi.  Vinsamlega meldið ykkur á ft-stjorn@ft.is eða á Facebook síðu FT.

betware_logo
Betware er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í að þróa lausnir fyrir lotteríiðnaðinn. Betware er í eigu NOVOMATIC fyrirtækjasamsteypunnar sem er stærsti framleiðandi og rekstraraðili búnaðar fyrir leikjaiðnaðinn í Evrópu. Höfuðstöðvar Betware  eru á Íslandi en auk þess er fyrirtækið með starfsemi í Danmörku, Spáni og Serbíu. Meðal viðskiptavina Betware eru framsæknustu Lotterí heims og eru um 2 milljónir skráðra notenda  að lausnum fyrirtækisins.
Hjá Betware er hvetjandi og skemmtilegt starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á að allir fái að nýta hæfileika sína og líði vel á vinnustaðnum. Unnið er í teymum eftir Agile aðferðafræði þar sem rík áhersla er lögð á nýsköpun og þróun.

Fyrirtækjaheimsókn til LS Retail

LS Retail býður Félagi tölvunarfræðinga í heimsókn fimmtudaginn 17.október klukkan 17:30 – 19:30. LS Retail er staðsett að Katrínartúni 2 (Turninn við Borgartún).

Vinsamlega látið vita um mætingu á ft-stjorn@ft.is eða á facebook síðu FT.

LS Retail

LS Retail is the leading provider of end-to-end solutions and services for the Retail, Hospitality and Forecourt industries based on Microsoft Dynamics and .NET technology. LS Retail is sold and supported by more than 130 certified partners in over 60 countries, which makes it possible to deploy LS Retail on a worldwide scale. LS Retail has been installed by 2,200 companies with 42,000 stores operating 100,000 POS terminals worldwide.