Category Archives: Viðburður

Aðalfundur 2014

Aðalfundur Félags tölvunarfræðinga var haldinn fimmtudaginn 15. maí klukkan 17:00.
Fundurinn var haldinn í sal Verkfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9, 105 Reykjavík.

Dagskrá var samkvæmt lögum félagsins. Fundargerð aðalfundar má finna hér.

Ný stjórn félagsins er:

Ólafur Óskar Kristinsson – formaður
Auður Ösp Jónsdóttir – menntari
Birna Guðmundsdóttir – ritari
Geir Harðarson – formaður kjaranefndar
Haukur Ö. Harðarson – gjaldkeri
Einar Indriðason – varamaður
Stefán Freyr Stefánsson – varamaður

Fyrirtækjaheimsókn til Betware

Betware býður Félagi tölvunarfræðinga í vísindaferð fimmtudaginn 13. mars milli kl. 17:30-19:30. Betware er staðsett að Holtasmára 1, Kópavogi.  Vinsamlega meldið ykkur á ft-stjorn@ft.is eða á Facebook síðu FT.

betware_logo
Betware er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í að þróa lausnir fyrir lotteríiðnaðinn. Betware er í eigu NOVOMATIC fyrirtækjasamsteypunnar sem er stærsti framleiðandi og rekstraraðili búnaðar fyrir leikjaiðnaðinn í Evrópu. Höfuðstöðvar Betware  eru á Íslandi en auk þess er fyrirtækið með starfsemi í Danmörku, Spáni og Serbíu. Meðal viðskiptavina Betware eru framsæknustu Lotterí heims og eru um 2 milljónir skráðra notenda  að lausnum fyrirtækisins.
Hjá Betware er hvetjandi og skemmtilegt starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á að allir fái að nýta hæfileika sína og líði vel á vinnustaðnum. Unnið er í teymum eftir Agile aðferðafræði þar sem rík áhersla er lögð á nýsköpun og þróun.

Afhverju ekki TDD?

Peter F. Short ætlar að ræða við okkur um Test-driven development (TDD).  Athugið, búið er að færa samlokufundinn yfir á þriðjudaginn 11. febrúar, kl 12-13 í sal Verkfræðingafélagsins Engjateigi 9.  Samlokur og gos í boði – vinsamlega meldið ykkur á facebook eða með pósti á ft-stjorn@ft.is.

Peter will give a brief introduction of what TDD is, what it is not and some discussion around the benefits and pitfalls of using TDD. Rather than focusing too much on the “Red Green Refactor” side of things, this talk will attempt to reveal why we do these things and what some actual benefits are that may not be obvious. Discussion is very welcome, this talk would be good for someone who is on the fence about TDD or currently holding back on trying it due to TDD “Horror stories”.

Peter is a technical lead at Landsbankinn since 2008.

Samlokufundur – SAReye

Í hádeginu næsta þriðjudag ætlar Hjörtur Geir Björnsson hjá SAReye að segja okkur frá verkefninu SARdrones.  Það verkefni vann Gulleggið, frumkvöðlakeppni Innovit, fyrr á árinu. Verkefnið fjallar um þróun á ómönnuðum leitarloftförum og hugbúnaði til aðstoðar við leit og björgun.

Athugið!  Fyrirlesturinn fer fram á KEX, næsta þriðjudag 22. október, kl 12-13.

Í stað hinnar klassísku samloku, verður boðið uppá:

  • Súpu – 0 kr
  • Fisk – 1.000 kr
  • Hamborgara – 1.000 kr

Vinsamlegast látið vita af mætingu á ft-stjorn@ft.is, til að hægt sé að áætla veitingar.

Fyrirtækjaheimsókn til LS Retail

LS Retail býður Félagi tölvunarfræðinga í heimsókn fimmtudaginn 17.október klukkan 17:30 – 19:30. LS Retail er staðsett að Katrínartúni 2 (Turninn við Borgartún).

Vinsamlega látið vita um mætingu á ft-stjorn@ft.is eða á facebook síðu FT.

LS Retail

LS Retail is the leading provider of end-to-end solutions and services for the Retail, Hospitality and Forecourt industries based on Microsoft Dynamics and .NET technology. LS Retail is sold and supported by more than 130 certified partners in over 60 countries, which makes it possible to deploy LS Retail on a worldwide scale. LS Retail has been installed by 2,200 companies with 42,000 stores operating 100,000 POS terminals worldwide.