Category Archives: Aðalfundur

Á hverju ári er haldinn aðalfundur FT.

Tillaga að lagabreytingum

Stjórn FT hafa borist eftirfarandi tillögur að lagabreytingum. Kosið verður um þessar tillögur á aðalfundinum.

4. gr.

Þeir sem ljúka B.S. prófi eða æðri gráðu í tölvunarfræðum frá íslenskum háskóla verða sjálfkrafa félagsmenn við útskrift.

Verði:

Þeir sem ljúka B.S. prófi eða æðri gráðu í tölvunarfræðum frá íslenskum háskóla geta orðið félagsmenn.

7.gr.

Greiði félagsmaður ekki félagsgjald sitt í tvö ár er stjórn félagsins heimilt að skoða slíkt sem úrsögn úr félaginu, en áður en til þess kemur skal stjórnin senda viðkomandi áskorun um greiðslu ógreiddra félagsgjalda. Greiði nýr félagsmaður ekki félagsgjald sitt í fyrsta sinn er heimilt að líta á það sem úrsögn.

málsgreinin:

Greiði nýr félagsmaður ekki félagsgjald sitt í fyrsta sinn er heimilt að líta á það sem úrsögn.

falli brott.

8.gr.

Í stað setningarinnar:

 Lagabreytingar skulu einungis vera teknar fyrir á aðalfundi.

Komi setningin:

Lagabreytingar skulu kynntar félagsmönnum með aðalfundarboði og einungis vera teknar fyrir á aðalfundi.

Aðalfundur 2016

Aðalfundur Félags tölvunarfræðinga verður haldinn miðvikudaginn 25. maí klukkan 17:00.
Fundurinn verður haldinn í sal Verkfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9, 105 Reykjavík.

Dagskrá verður samkvæmt lögum félagsins:

 1. Skýrsla um störf félagsins á liðnu starfsári
 2. Reikningsskil
 3. Lagabreytingar
 4. Kosning stjórnar og varamanna
 5. Kosning skoðunarmanna
 6. Ákvörðun félagsgjalda
 7. Önnur mál
Lög félagsins er að finna á vef FT: http://ft.is/um-felag-tolvunarfraedinga/log/
Farið verður yfir nýjustu kjarakönnun félagsins strax eftir liðinn “Önnur mál”.

Að venju verður boðið upp á léttar veitingar.

Aðalfundur 2015

Aðalfundur Félags tölvunarfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 7. maí klukkan 17:00.
Fundurinn verður haldinn í sal Verkfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9, 105 Reykjavík.

Dagskrá verður samkvæmt lögum félagsins:

 1. Skýrsla um störf félagsins á liðnu starfsári
 2. Reikningsskil
 3. Lagabreytingar
 4. Kosning stjórnar og varamanna
 5. Kosning skoðunarmanna
 6. Ákvörðun félagsgjalda
 7. Önnur mál
Lög félagsins er að finna hér á vef FT: http://ft.is/um-felag-tolvunarfraedinga/log/
Farið verður yfir nýjustu kjarakönnun félagsins strax eftir liðinn „Önnur mál“.

Að venju verður boðið upp á léttar veitingar.

Aðalfundur 2014

Aðalfundur Félags tölvunarfræðinga var haldinn fimmtudaginn 15. maí klukkan 17:00.
Fundurinn var haldinn í sal Verkfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9, 105 Reykjavík.

Dagskrá var samkvæmt lögum félagsins. Fundargerð aðalfundar má finna hér.

Ný stjórn félagsins er:

Ólafur Óskar Kristinsson – formaður
Auður Ösp Jónsdóttir – menntari
Birna Guðmundsdóttir – ritari
Geir Harðarson – formaður kjaranefndar
Haukur Ö. Harðarson – gjaldkeri
Einar Indriðason – varamaður
Stefán Freyr Stefánsson – varamaður