Monthly Archives: maí 2016

Tillaga að lagabreytingum

Stjórn FT hafa borist eftirfarandi tillögur að lagabreytingum. Kosið verður um þessar tillögur á aðalfundinum.

4. gr.

Þeir sem ljúka B.S. prófi eða æðri gráðu í tölvunarfræðum frá íslenskum háskóla verða sjálfkrafa félagsmenn við útskrift.

Verði:

Þeir sem ljúka B.S. prófi eða æðri gráðu í tölvunarfræðum frá íslenskum háskóla geta orðið félagsmenn.

7.gr.

Greiði félagsmaður ekki félagsgjald sitt í tvö ár er stjórn félagsins heimilt að skoða slíkt sem úrsögn úr félaginu, en áður en til þess kemur skal stjórnin senda viðkomandi áskorun um greiðslu ógreiddra félagsgjalda. Greiði nýr félagsmaður ekki félagsgjald sitt í fyrsta sinn er heimilt að líta á það sem úrsögn.

málsgreinin:

Greiði nýr félagsmaður ekki félagsgjald sitt í fyrsta sinn er heimilt að líta á það sem úrsögn.

falli brott.

8.gr.

Í stað setningarinnar:

 Lagabreytingar skulu einungis vera teknar fyrir á aðalfundi.

Komi setningin:

Lagabreytingar skulu kynntar félagsmönnum með aðalfundarboði og einungis vera teknar fyrir á aðalfundi.

Aðalfundur 2016

Aðalfundur Félags tölvunarfræðinga verður haldinn miðvikudaginn 25. maí klukkan 17:00.
Fundurinn verður haldinn í sal Verkfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9, 105 Reykjavík.

Dagskrá verður samkvæmt lögum félagsins:

  1. Skýrsla um störf félagsins á liðnu starfsári
  2. Reikningsskil
  3. Lagabreytingar
  4. Kosning stjórnar og varamanna
  5. Kosning skoðunarmanna
  6. Ákvörðun félagsgjalda
  7. Önnur mál
Lög félagsins er að finna á vef FT: http://ft.is/um-felag-tolvunarfraedinga/log/
Farið verður yfir nýjustu kjarakönnun félagsins strax eftir liðinn “Önnur mál”.

Að venju verður boðið upp á léttar veitingar.

Stærsta ofurtölva Íslandssögunnar – Samlokufundur

Núna á miðvikudaginn 11. maí verður samlokufundur þar sem við fáum að heyra um stærstu ofurtölvu landsins. Um er að ræða langöflugustu tölvu sem sett hefur verið upp hérlendis og mun hún geta framkvæmt 700.000 milljarða reikniaðgerða á sekúndu. Tölvan vegur um 14 tonn. Vigfús hjá Veðurstofunni og Þorvaldur ráðgjafi hjá Tescon taka á móti okkur. Þorvaldur hefur yfir 28 ára reynslu sem verkfræðingur og stjórnandi hjá fyrirtækjum á sviði upplýsingatækni og orkuframleiðslu. Hann hefur nýlega lokið að verkstýra uppsetningu á stærstu ofurtölvu Íslandssögunnar sem hann mun nú segja okkur nánar frá.

Mæting er hjá Veðurstofu Íslands við Bústaðarveg 7 (gamla Landsvirkjun / Landsnet húsið) kl 12-13. Samlokur og gos í boði. Mikilvægt að þið meldið mætingu á Facebook eða með tölvupósti.

ofurtölva