Monthly Archives: nóvember 2015

Styrkja fyrirtæki opinn hugbúnað?

Árni Sigurðsson er innblásinn af Django Under the hood ráðstefnunni sem haldin var í Amsterdam núna í nóvember og hann ætlar að ræða við okkur um opinn hugbúnað. Í hádeginu næsta mánudag þá verður Árni með stutta framsögu en svo er opið á umræður þar sem rætt verður m.a. hvernig fyrirtæki styrkja opinn hugbúnað, hvernig notum við opinn hugbúnað, þörf á fjármagni fyrir open source verkefni – og allt annað sem viðkemur opnum hugbúnaði.

Allir áhugasamir um open source ættu að láta sjá sig. Samlokur og gos í boði.

Er haldið í sal Verkfræðingafélags Íslands Engjateigi 9, mánudaginn 30. nóvember kl 12-13.  Vinsamlega meldið komu með pósti á stjórn FT eða á facebook.