Monthly Archives: október 2014

Windows snjallforrit/apps og samnýting kóða fyrir iOS og Android

Samlokufyrirlestur verður í hádeginu næsta þriðjudag, 14. október.  Þá ætlar Björn Ingi Björnsson frá Spektra að leiða okkur í sannleikann hvernig það er að skrifa snjallforrit fyrir Windows sem hægt er að nýta í bæði Windows símum og á Windows desktop.  Jafnframt ætlar Björn að segja okkur frá hvernig við getum notað Xamarin svo samnýta megi C# kóða til að gera snjallforrit/apps fyrir Windows, iOS og Android.  Verið viðbúin að sjá kóða :o)

Samlokufyrirlesturinn verður haldinn í sal Verkfræðingafélagsins að Engjateigi 9.  Samlokur og gos í boði.  Vinsamlega skráið ykkur með því að senda póst á ft-stjorn@ft.is eða á Facebook.

Hvenær: Þriðjudagurinn 14. okt, kl 12-13.
Hvar: Engjateigi 9, 105 Reykjavík