Monthly Archives: mars 2014

Kjarakönnun

FT hefur fengið Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands til að framkvæma okkar árlegu kjarakönnun.  Könnunin er send í tölvupósti til allra tölvunarfræðinga sem hafa einhverntímann verið í félaginu.  Ef þú hefur ekki fengið könnunina eða veist um einhvern tölvunarfræðing sem hefur ekki fengið könnunina þá vinsamlega sendið kennitölu og tölvupóst á ft-stjorn@ft.is.

Niðurstöður könnunarinnar gefa sterka vísbendingu um kjör og kjaraþróun tölvunarfræðinga.  Þannig þáttaka þín skiptir máli.

Við viljum hvetja alla tölvunarfræðinga til að taka þátt í könnuninni, sama hvort þeir eru í FT eða ekki.

Vonandi er það hvatning að við munum fá Félagsvísindastofnun til að draga úr hópi svarenda og mun sá eða sú heppna fá 20 þúsund króna gjafabréf sem hægt er að nota hvar sem er.