Monthly Archives: október 2013

Agile Ísland 2013

Ráðstefnan Agile Ísland 2013 verður haldin 20. nóvember.  Það verða tvær fyrirlestrarbrautir, Fólkið og Tæknin.  Það eru 8-9 erlendir fyrirlesarar á ráðstefnunni.

FT fær eitt sæti sem það ætlar að gefa félagsmanni.  Þeir sem vilja eiga möguleika á að komast á ráðstefnuna í boði FT þurfa að skrá sig hér að neðan fyrir 1. nóvember.  Einn aðili verður dreginn af handahófi.

– Uppfært – Takk fyrir áhugann.  Kristinn Stefánsson fær miða í boði FT.

Samlokufundur – SAReye

Í hádeginu næsta þriðjudag ætlar Hjörtur Geir Björnsson hjá SAReye að segja okkur frá verkefninu SARdrones.  Það verkefni vann Gulleggið, frumkvöðlakeppni Innovit, fyrr á árinu. Verkefnið fjallar um þróun á ómönnuðum leitarloftförum og hugbúnaði til aðstoðar við leit og björgun.

Athugið!  Fyrirlesturinn fer fram á KEX, næsta þriðjudag 22. október, kl 12-13.

Í stað hinnar klassísku samloku, verður boðið uppá:

  • Súpu – 0 kr
  • Fisk – 1.000 kr
  • Hamborgara – 1.000 kr

Vinsamlegast látið vita af mætingu á ft-stjorn@ft.is, til að hægt sé að áætla veitingar.

Fyrirtækjaheimsókn til LS Retail

LS Retail býður Félagi tölvunarfræðinga í heimsókn fimmtudaginn 17.október klukkan 17:30 – 19:30. LS Retail er staðsett að Katrínartúni 2 (Turninn við Borgartún).

Vinsamlega látið vita um mætingu á ft-stjorn@ft.is eða á facebook síðu FT.

LS Retail

LS Retail is the leading provider of end-to-end solutions and services for the Retail, Hospitality and Forecourt industries based on Microsoft Dynamics and .NET technology. LS Retail is sold and supported by more than 130 certified partners in over 60 countries, which makes it possible to deploy LS Retail on a worldwide scale. LS Retail has been installed by 2,200 companies with 42,000 stores operating 100,000 POS terminals worldwide.