Monthly Archives: september 2013

Uppfærður vefur FT

FT uppfærði nýlega vefinn hjá sér.  Þessvegna eru eldri fréttir og auglýsingar ekki aðgengilegar.  Við vonum að tölvunarfræðingar séu ánægðir með þá upplýsingagjöf sem þeir fá, annarsvegar hér á vefnum og hinsvegar á Facebook.

Það er ekki hægt að skrá sig inn til að fá sértækar upplýsingar eða viðhalda sínum „prófíl“.  Eins og áður þá er það bara að senda póst á ft-stjorn@ft.is.  Endilega senda okkur póst ef þið hafið athugasemdir eða hugmyndir fyrir vefinn okkar.

Kjarakönnun 2013 komin út

Ekki tókst að senda út niðurstöður kjarakönnunar fyrir sumarfrí.  Núna er hinsvegar búið að senda út niðurstöðurnar með tölvupósti.  Eitthvað var um að tölvupóstföng væru röng í félagskrá.  Biðjum við því alla sem ekki fengu niðurstöður kjarakönnunarinnar að senda stjórn FT tölvupóst með nafni og kennitölu svo hægt sé að koma félagaskránni í lag.